Vilt þú skrifa á hjolafrettir.is?
Hjólafréttir leita að áhugafólki um hjólreiðar til að skrifa fréttir og greinar á vefinn. Hvort sem áhuginn er almennur eða afmarkaður við ákveðna tegund hjólreiða vantar okkur fólk með góð tök á íslenskri tungu sem brennur fyrir málefnum hjólreiðafólks til að skrifa með okkur á þennan nýja vef.
Markmiðið er að ná til sem víðasta hóps hjólreiðafólks, hvort sem það eru keppendur í hjólreiðum fólk sem notar reiðhjólið sem samgöngumáta eða þeir sem njóta þess að ferðast um á hjóli. Til þess þurfum við fólk með mismunandi bakgrunn og áhugasvið í hjólreiðum.
Við viljum gera hjólreiðum hærra undir höfði, skoða öryggismál, fylgjast með keppnum, ýta á um samgöngubætur fyrir hjólreiðafólk og næra hjólanördann í okkur öllum.
Á bak við hjolafrettir.is standa Ólafur Örn Nielsen, Róbert Farestveit og Þorsteinn Ásgrímsson og eru þeir allir í ritstjórn vefsins. Ritstjóri er Þorsteinn.
Áhugasamir geta haft samband við ritstjórn með tölvupósti á hjolafrettir@hjolafrettir.is. Æskilegt er að segja stuttlega frá sjálfum sér, taka fram hvar þekking og áhugasvið innan hjólreiða liggja og í hversu miklum mæli þú hefur áhuga á að taka þátt í þessu verkefni.