Hjólafréttir rúlla af stað

 

Með þessari fyrstu færslu rúllar vefurinn hjolafrettir.is af stað, en það er vilji þeirra sem á bak við vefinn standa að hann verði til þess að hífa hjólasportið og hjólreiðar almennt hærra upp og vekja enn meiri athygli á því sem er í gangi í þessum geira. Hvort sem um er að ræða fréttir af mótum, skipulagsmál sem snerta hjólreiðafólk eða nördapælingar um reiðhjól þá er stefnan að fjalla um efnið. Þá verði vefurinn einnig vettvangur fyrir áhugaverðar aðsendar greinar sem tengjast hjólreiðum.

Á bak við hjolafrettir.is standa Ólafur Örn Nielsen, Róbert Farestveit og Þorsteinn Ásgrímsson og eru þeir allir í ritstjórn vefsins. Ritstjóri er Þorsteinn

Hægt er að hafa samband við ritstjórn með tölvupósti á hjolafrettir@hjolafrettir.is.

Sjáumst úti að hjóla!

Next Article

Leave a Reply

Hjólafréttir

Markmið hjólafrétta er að auka veg og vanda hjólreiða sem sports og samgöngumáta. Við vonum að þú lesandi góður hafir gagn og gaman af lestrinum. Um vefinn.

Samstarfsaðilar