Myndir frá Morgunblaðshringnum

 

Í síðustu viku fór fram fyrsta bikarkeppni ársins í fjallahjólreiðum, Morgunblaðshringurinn. Var hjólað frá skrifstofum Morgunblaðsins, niður að Rauðavatni og svo hring inn að Paradísardal og til baka. Samtals var hringurinn 6,8 kílómetra langur.

Hjólafréttir fylgdust með þessu skemmtilega móti og tóku nokkrar myndir af keppendum þeysast um brautina.

Tekið skal fram að ákvörðun um að mæta var tekin með skömmum fyrirvara og var því símamyndavél það eins sem var til taks og myndgæði eftir því. Það er þó von okkar að myndirnar varpi ljósi á stemmninguna og keppnisandann sem var til staðar í síðustu viku.

 

Next Article

Leave a Reply

Hjólafréttir

Markmið hjólafrétta er að auka veg og vanda hjólreiða sem sports og samgöngumáta. Við vonum að þú lesandi góður hafir gagn og gaman af lestrinum. Um vefinn.

Samstarfsaðilar