Site icon Hjólafréttir

Hvað eru eiginlega þessir Grandtúrar?

Djöfullinn er lang þekktasti áhorfandi Tour de France.

Föstudaginn 4. maí byrjar Giro d‘Italia, þ.e. Ítalíutúrinn. Giro er ein af þrem „Grand tour“ keppnunum, en það eru þriggja vikna hjólakeppnir um Ítalíu, Frakkland og Spán. Af þeim er Tour de France sú lang frægasta en hver þeirra hefur sinn sjarma og sérkenni. Allar munu þær hinsvegar bjóða upp á spennu og fallegt landslag.

Grandtúrarnir eru ólíkir einsdagskeppnunum sem eru flestar haldnar á vorin, þær frægustu í Belgíu og Hollandi. Einsdagskeppnirnar eru gjarnan mikill hasar frá upphafi til enda en grand túrarnir geta verið taktísk margra daga einvígi og störukeppni. Við fyrstu sýn virðast keppnishjólreiðar einungis vera mikill fjöldi af hjólurum að hjóla saman í hóp. Fyrir þá sem hafa áhuga á að fylgjast með, þá þarf ekki að vita mörg atriði til að njóta. Hér eru nokkrir punktar sem gætu gert áhorfið aðeins skemmtilegra.

Grandtúrarnir hafa verið í gangi í um og yfir 100 ár.