Site icon Hjólafréttir

Staðreyndir í stóra löggumálinu

Myndin sem lögreglan dreifði og vakti alla athyglina.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu deildi í morgun færslu á Facebook-síðu sinni sem hefur vakið gríðarlega mikil viðbrögð. Deilir lögreglan þar mynd sem hún fékk senda frá ökumanni sem ók Eiðsgrandann og var fyrir aftan hjólreiðafólk. Spurt er hvort löglegt sé að hjóla á miðri götu og valda umferðartöfum á vegi þar sem 50 km/klst hámarkshraði er leyfður.

Færslan umdeilda sem lögreglan deildi.

Lögreglan svarar því svo til að það sé ekki leyft og í athugasemdum sem fylgja fljúga fjölmörg fúkyrðin út í hjólreiðafólk og í raun má segja að þar birtist það mikla hatur sem hjólreiðafólk finnur oft fyrir frá þeim sem það deilir umferðarými með.

Komið hefur fram mikil gagnrýni á framsetningu og túlkun lögreglunnar út frá þessari mynd  og eru hér tekin saman helstu atriðin í málinu.

Umferðalög