Site icon Hjólafréttir

WOW Cyclothon – Hvað þarf að hafa í huga?

Árshátíð hjólreiðafólks, sjálft WOW Cyclothon fór af stað í gærkvöldi, en stóra startið er í kvöld þegar fjöldi liða leggur af stað frá Egilshöll þar sem markmiðið er að hjóla umhverfis Ísland á sem stystum tíma. Cyclothonið er magnað fyrirbæri og einstök reynsla þar sem ekki dugar að geta eingöngu hjólað. Einnig þarf að sigra erfitt veður og svefnleysi ásamt því að nærast vel og stunda pólítíska refskák gagnvart öðrum liðum. Í cyclothoninu geta litlir hlutir og skipulag breytt öllu. Hvaða bíll var leigður, hvernig er kerran, hvernig eru vaktirnar skipulagðar o.s.frv. Hér eru nokkur atriði sem Hjólafréttir hafa kortlagt sem gætu skipt sköpum í keppninni. Vonandi eru sem flestir með þetta á hreinu nú þegar. 

Ekki óalgeng sjón á hringferðinni. Tímataka, drykkir, næring, leiðarupplýsingar og hjólarar fram veginn.,