Á 30 km hraða að Mývatni

Bandaríkjamaðurinn Chris Burkard er líklega að setja hraðamet á norðurleiðinni í solo flokki í cyclothoninu, en þegar þetta er skrifað er hann rétt ókominn í Reykjahlíð við Mývatn, sé miðað við stöðu fylgdarbíls á korti keppninnar. Þangað eru 517 km, en miðað við að hafa verið á ferð í 17 til 17,5 klst er hann með meðalhraða rétt um 30 km/klst.

Nokkuð góður meðvindur hefur verið með keppendum sem hófu keppni kl 19:00 í gær, en þá lagði bæði solo flokkur og Hjólakraftur af stað. Eins og sjá má af veðurkorti sem gildir nú í hádeginu er hann með sterka vestanátt í bakið. Líklegt er að vindurinn muni hjálpa að Egilsstöðum, jafnvel fram yfir Öxi, en eftir Höfn þegar komið er inn á Suðurlandið mun fara að blása á móti.

Veðurspáin á hádegi í dag.

Á heimasíðu keppninnar má finna tímatöflur fyrir mismunandi flokka, en þar er gefinn upp tími keppenda á mismunandi áfangastöðum hringinn í kringum landið. Í soloflokki er miðað við bilið 16-22 km/klst, en miðað við það er Chris langt á undan áætlun. Taflan (sem er reyndar frá í fyrra þegar ræsið var kl 15:00 en ekki 19:00 eins og í ár) sýnir að Chris er vel á undan öllum áætluðum tímum, jafnvel þótt keppnin í fyrra hafi byrjað 4 klst á undan.

Chris Burkard © 2017 Ben Moon

Eiríkur Jóhannsson, betur þekktur sem Hjóla-Eiki, er kominn yfir Öxnardalsheiði og er rétt ókominn á Akureyri. Hann hefur staðið uppi sem sigurvegari tvisvar áður, en ljóst er að hann hefur fengið verðugan keppinaut í ár. Verður fróðlegt að sjá hvað gerist þegar kemur að hvíld manna og að berjast við mótvindinn á Suðurlandi.

Fyrir áhugasama er hér linkur á heimasíðu Chris, en hann er ljósmyndari og virðist reglulega hafa komið til Íslands, en fjöldi mynda á heimasíðu hans eru héðan.

https://www.chrisburkard.com/

Previous Article
Next Article

Leave a Reply

Hjólafréttir

Markmið hjólafrétta er að auka veg og vanda hjólreiða sem sports og samgöngumáta. Við vonum að þú lesandi góður hafir gagn og gaman af lestrinum. Um vefinn.

Samstarfsaðilar