Hjólaveðrið næstu daga

Það blæs ekki blíðlega um hjólreiðamenn þessa dagana en tímabilið er byrjað og þá má engan túr missa. Flestir sem búa við þann kost að geta sett nagladekk undir hjól sín hafa nú þegar tekið þau undan og þá eru góð ráð dýr.

Hjólafréttir sjá nokkra kosti í stöðunni:

  1. Þið getið verið harðjaxlar sbr. reglu #9 og drifið ykkur út sama hvernig viðrar
  2. Sett Ítalíuhjólreiðarnar í sjónvarpið, en verið viss um að lesa upphitun okkar um keppnina fyrst
  3. Þrifið hjólið og smurt það á meðan versta veðrið geysar yfir
  4. Verið strategísk og tekið æfingu akkúrat þegar færi gefst

Meðan þessi umfjöllun var skrifuð hefur höfundur séð öllum árstíðum bregða fyrir úti. Lykillinn er að vita hvenær sumarið staldrar við. Hjólafréttir tóku saman hvenær mestar líkur eru á því:

  • Laugardagur: Seinnipartinn verður allur snjór á jörðu líklega bráðinn og hitastig komið upp í heilar 4°C. Ráðlegging hjólafrétta: Taktu tveggja til þriggja tíma túr kl. 15.
  • Sunnudagur: Það mun ganga á með úrkomu og líklega éljum framan af degi en eftir kl. 17 rofar til. Vertu í startholunum og þú gætir náð ágætum túr.
  • Mánudagur og þriðjudagur: Þetta lítur ekki vel út en það væri helst að taka stutta brekkusprettsæfingu að loknum vinnudegi.

 

Previous Article
Next Article

Leave a Reply

Hjólafréttir

Markmið hjólafrétta er að auka veg og vanda hjólreiða sem sports og samgöngumáta. Við vonum að þú lesandi góður hafir gagn og gaman af lestrinum. Um vefinn.

Samstarfsaðilar